cm fjúka og ég sakna þeirra ekki!

Góðan daginn kæra fólk...

Kílóblogg er framundan... úffsa :)

OK, hvar á ég að byrja. Fjórar vikur búnar að líða hratt (mjög hratt) og ljúft. Ég er búin að vera að taka þvílíkt á því í líkamsrækt og mataræðið er í góðu formi líka. Ég hef nákvæmlega ekkert svindlað og staðið mig með stakri príði. Það hefur meira að segja komið mér á óvart og enn sannast það að ég get meira en ég held... það er komið að LEXÍU NR. 4... HAFÐU TRÚ Á ÞÉR STELPA!!!

Kílómæling, fitumæling og ummálsmæling eftir 4 vikur fór fram hjá einkaþjálfaranum mínum Ásthildi Björnsdóttur sem er by the way ekkert smá mikill snillingur og hefur gert það að verkum að ég fíla það að hreyfa mig... mæli 100% með henni!!!

Tölurnar eru ágætar en ég vildi meira (óþolinmóða ég) en LEXÍA NR. 5... GÓÐIR HLUTIR GERAST HÆGT!!! Ég verð bara að halda í það og halda ótrauð áfram.

Byrja á því leiðinlega, fituprósentan hefur minnkað um 1% sem er ekki mikið svona á blaði hahaha... en ég get sagt það að ég hef ekki borðað út fyrir prógrammið (þannig að lítil svindl eru ekki að valda því að talan sé ekki hærri og ég æfi eins og kreisíness, ef ekki væri svo væri ég með samviskubit en ekkert svoleiðis) svo að líklega er þetta hraðinn sem líkaminn minn fer...

Jæja, ummálið á líkamanum hefur minnkað um 18.6 cm (en í raun meira því að það er bara tekið mál af öðru lærinu og öðrum upphandleggnum og þar sem fóru 4 cm af hægra læri þá geri ég ráð fyrir að það hafi farið 4 af því vinstra líka og 2 cm af upphandlegg þeim hægri og ég ætla að gera ráð fyrir 2 á vinstri líka) svo í raun fóru samtals 24.6 cm á einum mánuði! Ég er mjööög stolt af þessari tölu og ég finn svo mikin mun á fötum vegna þess að munurinn er töluverður fyrir ekki stærri manneskju en mig.

Ég hef misst 3 kíló og það er líka gott.

Í heildina er ég mjög ánægð með þetta þó svo að % hefði mátt vera hærri, en ég ætla að halda ótrauð áfram.

Ég er að finna mun á furðulegustu stöðum. T.d. er hringurinn minn alltaf að skjótast af fingrinum. Svo var ég að labba í Hagkaup (sem er í raun ekki frásögu færandi) í mjööög víðum buxum. FORSAGA... Fyrir um mánuði síðan var ég í sömu víðu buxum í Hagkaup og labba sama ganginn og fann að við hvert einasta skref þá hristust rassinn og lærin svo óhemju mikið að ég hafði það á tilfinningunni að ef ég myndi stoppa snögglega þá héldist ég áfram að hristast (ég var orðin svo lin, vöðvarnir í verkfalli vegna hreyfingarleysis). NÚTÍMINN... Já ég var sem sagt í víðu buxunum og fann að það voru stinn læri sem tóku á móti hverju skrefi stolt og ánægð með sig, rassinn myndar litla kúlu við skrefin og ég er svoooo ánægð með svona árangur og þegar hausinn vill horfa á 1% og vera óánægður, þá hugsa ég um þessa hluti...

En ég blómstra á líkama og sál. Ég hef sjálfstraust og lít björtum augum á yndislegu framtíðina mína...

Verum ánægð með litlu áfangana í lífinu... vá hvað maður má vera ánægður með þá!!!!!!

Kærleikur over to you all.....

Ágú-págú kveður í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband