Vika sex, sex, sex!

Jæja þá í þetta sinn!!!

Vika SEX í átakinu á ekkert skylt við venjulegt sex! Þetta er búið að vera frekar rosalegt. Ég drakk sjokk-ógeðisdrykkinn í gærmorgunn og það eitt að koma honum niður var þrautinni þyngri en að koma honum út.... önnur saga... Ég segi það bara hreint út, það var mjög gott að ég átti Andrex extra soft, classic white toilet paper á heimilinu!!! (ekki kvennlegt............. I know, en sannleikurinn í allri sinni mynd, án frekari skýringa eða myndlíkinga) Mér var sagt að ef ég myndi drekka þetta snemma að morgni þá væri ég búin að jafna mig áður en ég færi í vinnuna en nei, ég þurfti að taka mér frí því ég var bara að nota Andrex allan daginn, ég varð bara lasin, en var orðin góð svona kl 17.00... Ég myndi mæla með því að þið hefðuð ekkert fyrir stafni þegar þið færuð inn í þennan dag... trúið mér!!!

Dagurinn þar áður var samt frekar ljúfur (líka á fljótandi þó) og dagurinn í dag líka fínn. Það er margt sem ég hef hugsað á meðan ég er á þessu fljótandi fæði, eins og t.d. VÁ HVAÐ ÉG ER ÞAKKLÁT FYRIR AÐ GETA TUGGIÐ. Sumir lifa þannig að þau þurfa að fá allt í fljótandi formi (einhverra hluta vegna) og vá hvað þau eiga samúð mína alla. Ég get ekki beeeeðið eftir að fá mér eitthvað að borða á morgun!!! Tyggja... mmmmmm, hlakka til. Þarna lærði ég aðra lexíu og hún er nr. 7... EKKI TAKA HLUTUNUM SEM SJÁLFSÖGÐUM eins og t.d. að geta tuggið og vera með meltingu sem þolir það að fá gróf tuggin mat til að melta! Það er svo margt sem maður áttar sig á eftir að þeir eru teknir frá manni.

Ég fór í ræktina kl 6.10 í morgun í Body balance og það var alveg frábært, ég átti að fara í brjálaðan hjólatíma en ég treysti mér alls ekki í það og ekki fer maður að sleppa degi úr í ræktinni... ó nei! :)

Já hey... ég fór í líkamslögun eldsnemma í gær, samt eftir ræktina hjá mér en fyrir drykkinn sem um var rætt (og þarf alls ekki að hafa fleiri orð um) hér að framan og það var algerlega meiriháttar... Ég ætlaði nú fyrst ekki að trúa því að ég ætti að fara í þann galla sem hún lét mig fá því hann var númer 46 (í smábarnanúmerum... miðað við það að ný fædd börn fara í 52) en hann var langur... en ég náði vel að troða mér í hann :) hann var úr einhverskonar mjúku nælonefni sem teygðist út í hið óendanlega. Svo lagðist ég á bekk og hún kom með sogskál sem ég hefði á tilfinningunni að væri bara að soga allt aukalegt af mér... mikið rosalega var þetta gott og ég hlakka til að sjá árangurinn eftir 5 tíma. Mjööög rausnalegt boð frá Líkamslögun að bjóða okkur skvísunum í þetta :)

Ég hugsa að ég endi bloggið eins og ég byrjaði...

Jæja þá í þetta sinn, heyrumst síðar...

Kv.
Ágú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband