UNBELIEVABLE...

Dásamlegu dagur að kveldi kominn...

Nú er vika liðin síðan ég köttaði út sykur (allan sykur) og hveiti (allt hveiti... hef ekki borðað neitt sem inniheldur þetta tvennt) og mér líður svo vel. Ég er einbeitt og orkumikil. Ég veit ekki hvort ég eigi að láta það flakka hérna því að ég á svo erfitt með að trúa þessu... EEEEN ég held að ég geri það bara samt. Ég er búin að vera mjög dugleg að brenna í ræktinni þessa viku ásamt því að breyta mataræðinu og ég steig á viktina í ræktinni (sömu vikt og fyrir viku síðan) og þá var ég 65,5 kíló en núna áðan var ég 64.1 !!!!! Getur þetta verið???
Eða er líkaminn minn bara að vera góður við mig og gefa mér svona pepp inn í þetta ferðalag...?
Eða er hann svona gríðarlega ánægður að vera laus við þessi eiturefni sem hveiti og sykur eru fyrir hann...?
Eða hvað er í gangi? Ég er allavegana ánægð, svo að ég held ótrauð áfram...

Það besta er að ég hef ekki fundið til hungurs alla vikuna, ég er búin að vera rosalega dugleg að borða en ég er líka búin að borða mjööög hollt... hahahha ég viður kenni að matseðillinn er búinn að vera pínu hugmyndasnauður... en samt...

Ætla að gefa ykkur hugmyndir (af hugmyndasnauða matseðlinum mínum) ef þið viljið tékka á þessu...
Þetta er kvöldmatarlistinn... (ég hlakka til að byrja á að prufa uppskriftirnar í bókinni, hef ekki haft tíma til að kaupa inn fyrir það... er í prófum)

Mánudagur:
Salatbar (ekkert pasta) fékk mér kjúkling, egg, túnfisk, kjúklingabaunir og fuuuullt af grænmeti)

Þriðjudagur:
Fiskur... ógó góður... lax, lúða og rækjur allt hvítlaukslegið ásamt oreganó, lauk, klettasallati, spínat, graskersfræum og papriku, sett í ofn í 20 mín... grænmeti með...

MIðvikudagur:
Fiskur ala pabbi... hann veiddi hann sjálfur og eldaði hann upp úr salti, pipar og eggi... vááá besti fiskur sem ég hef smakkað... (engar kartöflur með) en fullt af grænmeti

Fimmtudagur:
Aftur fiskur ala pabbi (hann átti flök sem hann gerði ekki kvöldið áður og bauð mér með) ohh svo gott...

Föstudagur:
Ætlum að gera eitthvað gómsætt með kjúklingabringum :) hlakka til

Undirstaðan í salati sem ég er búin að vera að narta í í tíma og ótíma... Grænt gras, klettasalat, konfekttómatar, paprika (allskonar á litin), púrrulaukur, vínber, vatnsmelóna og graskersfræ... þetta er betra en nammi!

Svo hef ég verið að fá mér gómsæta sjeika á morgnanna...

Við fengum vítamínpakka og er hann á afslætti niður í Maður Lifandi ef þú kaupir bókina og ég mæli svo eindragið með því... drífðu þig... :) Þessi vítamínpakki (ásamt grænmetinu) er búinn að hafa þær verkanir hjá mér að ég pissa endalaust mikið, og það er gott...... mikil hreinsun í gangi :)

Og ég drekk ekkert annað en vatn...

Þetta er held ég orðið gott í dag! Tékkið á þessu og farið í sund í svona góðu veðri :D

Lífið er BARA gott!

Kær orkukveðja,
Ágústa Ósk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband