Endirinn

Sæl verið þið öll og margblessuð... og ég meina það, ég vona að blessunum rigni yfir ykkur :)

Þá er þetta góða verkefni formlega búið en í raun bara rétt að byrja... Þetta er byrjunin að frábærum lífsstíl sem ég hef verið svo rooosalega heppin og blessuð að fá að reyna. Mér fannst eins og mér væri kastað út í djúpu laugina þegar þetta byrjaði. Fyrst af öllu var það bikiný myndatakan fyrir framan alþjóð og svo að deila því sem er að gerast í lífi mínu í bloggfærslum og viðtölum. Þetta gaf manni óneitanlega ástæðu til að standa sig enn betur í þessu. Þegar ég horfði á súkkulaði molann eða kökurnar, snakkið eða gosið þá gat ég alltaf hugsað ,,nei ég ætla ekki að fá mér þetta, því ég vil geta sagt með TANDUR HREINNI samvisku að ég hafi EKKERT svindlað" og þannig var það... ég svindlaði EKKERT og ég sé ekki eftir því.

 Í gær hittumst við stelpurnar í Selenu og þær voru svo rosalega rausnalegar við okkur og gáfu okkur ný sundföt til að spóka okkur í í ,,nýja" kroppnum okkar. Frábær þjónusta og allt svo notalegt þarna. Ég verð að segja fyrir mína parta að þetta var mjög svo kærkomið því að mín sundföt voru orðin svo víð og teygð að dóttir mín hélt að það væri komið typpi á mömmu sína, svo mikið flaxaði efnið á buxunum... hahahahha. TAKK FYRIR ÞESSA GJÖF. Ég valdi mér svört bikiný með boxerbuxum sem mér fannst voða flott og hrikalega sexý... (þið fáið að sjá þetta í næstu viku held ég). Að sjálfsögðu var haldin tískusýning fyrir manninn minn þegar heim var komið... honum fannst þetta aðeins of efnismikið! Hvað er það? varla vildi hann hafa konuna í g-streng??? Hvað veit maður svo sem, maður er alltaf að komast að því meir og meir hvað konur og karlar eru ólík... en hey... það litar bara tilveruna og gefur okkur tilefni til að taka tillit og hafa gaman.

 Svo fórum við upp í Moggahús og þar fengum við förðun frá Mac og svo eitt stykki myndataka. Ég verð að viðurkenna það að ég kveið hræðilega fyrir henni. Hin myndatakan var ok, ég meina, það var erfitt að standa fyrir framan ykkur öll og maður ekki í sýnu besta ásigkomulagi en núna eru meiri kröfur :) og þá er ljúft að hugsa til baka og vita að maður gat ekki gert betur. Ég er ekki búin að sjá myndirnar en ég sé hvað er í speglinum og ég er mjög ánægð og kallinn minn finnur það sem hann hefur í rúminu og hann er mjöög ánægður ;) haha þið skiljið hvað ég á við ;) ;)

Það er pínu söknuður í hjartanum að vita til þess að þetta er búið. Mér finnst gaman að blogga til ykkar og fá viðbrögð við því sem maður er að segja.

 Já einmitt... svo að ég vaði úr einu í annað... ég tók svona aldurspróf í byrjun bókarinnar áður en ég byrjaði í öllu og þá var líffræðilegur aldur minn 60 ára... já sæll, mín bara að komast á eftirlaun bara ;) en nú var ég að taka þetta próf aftur og viti menn, líffræðilegur aldur minn er orðinn 24 ára. Vitið þið það að þetta átak hefur gjörbreytt lífi mínu, ég er orðin svo mikið mikið mikið meðvitaðri um allt sem er að gerast í kringum mig og það sem ég læt ofan í mig. Þetta er ljúft...

Ég ætla að kveðja ykkur í bili (ég ætla að taka lexíurnar mínar saman bráðlega, og setja þær í eitt blogg) með setningu sem ég heyrði frá manni sem var orðinn allt of stór í sniðum og fór svo í líkamsrækt (crossfit) og missti 30 kíló... hann sagði ,,það er mikið auðveldara að missa 30 kíló en að bera þau" Ef þú ert að hugsa um að kannski, mögulega og líklega langar þig að prufa þetta þá vil ég segja ,,do it!!" þú munt ekki sjá eftir því og þú munt finna mun á líðan þinni á fyrstu tveim vikunum og það mun koma þér áfram í þá þriðju og þá sérðu mögulega mun og þá kemur þér áfram í fjórðu og svo koll af kolli... allt í einu eru 10 vikur búnar og lífsstíllinn er breyttur... gefðu þessu 10 vikur af lífi þínu... það er ekki mikill tími...

Takk Þorbjörg fyrir að hafa valið mig í þetta verkefni, takk Matti fyrir að standa við bakið á mér, ég elska þig,  takk Marta að hafa haldið svona skemmtilega utan um þetta, takk Ásthildur elsku einkaþjálfarinn minn fyrir að hjálpa mér í formið, þú ert snillingur og takk stelpur sem voruð með mér í þessu ferðalagi... vá þið eruð gordjöss... ég átti varla orð í gær... (þið hin getið farið að hlakka til að sjá þær spóka sig í næstu viku). Takk foreldrar mínir, þið eruð þau bestu og takk elsku börnin mín að hafa verið svona jákvæð... takk þið öll hin sem hafið snert við lífi mínu og takk Jesús fyrir að koma mér á þennan stað... (minnir á óskarsverðlauna hátíð... ég veit það)

Bless segir Ágú-págú með svo miklum kærleika og þakklæti


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband