Fimmtudagur, 30. júní 2011
Hrós, kíló og nýjar áskoranir...
Nú er heldur betur farið að hallast í annan endan..... og hvað gera bændur þá? Ég hef mjög oft fengið spurninguna hvað ég ætla að gera eftir þetta átak og svar mitt er ávallt það sama... ég ætla að halda þessu mjög vel við :) Þetta hefur bara gert mér gott og munurinn á líðan og líkamanum er mikill.
Það er svo margt nýtt að gerast hjá mér... T.d. tók ég þá ákvörðun að ganga í Golfklúbb Reykjavíkur og er ég á fullu að spila og safna mér hringjum til að fá forgjöf... þetta er mjög gaman, holl og góð íþrótt. Ég er ferlega ánægð með að geta stundað hana núna og þakka ég líkamlegum styrk mínum því að golf reynir alveg helling á bak og axlir og hef ég verið mjög slæm í þeim líkamspörtum seinni ár. Eftir að ég fór að æfa og breyta lífsstílnum mínum þá er ýmislegt hægt sem ekki var hægt áður!
Annað sem er aaaalgjörlega nýtt hjá mér. Ég hef ekki bara áhuga á að kaupa mér föt (á hvort sem er ekki mikin pening til að spandera í slíkt) heldur er ég farin að fá áhuga á að SAUMA mér föt... vá ég hefði aldrei trú á því að ég myndi prufa slíkt... ég hef aaldrei haft trú á mér til þess... en í þessu átaki hef ég komist að því að ég er mikið duglegri heldur en ég hélt og get miklu meira en ég trúði.
Sama sagan er í raun með ræktina... ég er að geta svo miku meira en ég hélt til að byrja með og hamast eins og rjúpan við staurinn (hvað er rjúpan að rembast við staurinn annars?... ég hef aldrei skilið þetta en ég nota þetta þó óspart ;) ) Ég er t.d. að hlaupa upp og niður stúkuna í Laugardalslaug (það hélt ég í alvöru að ég gæti ekki), ef þið hafið séð mig í sólbaði þar sitjandi við vegg þá hefðuð þið séð að það var enginn stóll, það er æfing sem hefur hrætt mig en ég rúlla henni upp núna :) Þökk sé reyndar Ásthildi (einkaþjálfaranum) sem hvetur mann áfram. Það að vera með einkaþjálfara er algjör snilld og það er ekkert skrítið að stjörnurnar í Hollýwúdd séu allar svona í laginu eins og þær eru, þær eru allar með einkaþjálfara sem setja upp prógramm og hvetja þær svo áfram við að gera æfingarnar PLÚS það að þær hafa allar kokka sem þær geta gefið þær upplýsingar að þær vilji bara hollan en bragðgóðan mat sem innihalda ekki kolvetni, sykur og hveiti... þá er það bara matað ofan í þær! Ég væri til í að hafa kokk!!! ;)
En já... nýjustu tölur eru komnar í hús... breytingin er geðveikt hollt mataræði þar sem ég leifi mér EKKERT og ræktin 4-5 x í viku, plús ég arka golfvöllinn... fituprósenta hefur minnkað um 4% (klöppum fyrir því) kílóin um 4.5 kg.. já fínn árangur og í heldina hafa farið um 30 cm af líkamanum mínum... auka gat á beltið og læti :)
Ég hef fengið töluvert af skilaboðum á Facebook sem eru mjög skemmtileg, hvetjandi og uppfull af hrósum. TAKK ELSKU ÞIÐ AÐ HAFA SENT MÉR ÞAU. Yfirleitt hafa þessi bréf komið ákkurat þegar ég þurfti mest á að halda :) takk takk takk. Þessi skilaboð hafa fengið mig til að hugsa! Já ég veit... alveg ótrúlegt nokk :) En ég hef verið að hugsa um hvað hrós gefur manni mikið. Bara við það að fá bréf um hvað væri frábært hvað ég væri að gera, ég væri að standa mig vel og væri voða fín gáfu mér vítamínssprautu í rassinn. Kannski er það barnalegt að þurfa hrós en ég held það samt virkilega að við séum öll svona inn við beinið en í pottþétt mismiklum mæli. Ég held að ef maður hrósar fólki þá gerir það enn meira af því sem við hrósum þeim fyrir. LEXÍA 8 EÐA 9... VERUM DUGLEG AÐ HRÓSA HVORT ÖÐRU!!! Þó svo að þið þekkið ekki viðkomandi sem ykkur langar að hrósa, gerið það bara samt. Það er alltaf gaman að sjá gleðiblikið í augum fólks eða fá góðan þakkar e-mail til baka.
Höfum það extra gott í þessu ,,yndislega" sumri sem við Íslendingar fáum að njóta og hrósum hvort öðru... það er alltaf hægt að finna eitthvað gott! ALLTAF...
Takk elskurnar...
Þar til næst... mikill kærleikur yfir til ykkar allra :)
Ágú-págú
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.