Miðvikudagur, 15. júní 2011
Áframhaldið
Góðan og blessaðan daginn...
Þessir dagar sem hafa verið að líða frá síðasta bloggi hafa verið pínu skrítnir... Ég datt eiginlega úr úr rútínunni í safaævintýrinu. Mér fannst þetta eitthvað svo óheillandi dagar (eins og ég tilgreindi í nokkrum ósmekklegum orðum í seinustu færslu) og ég var orðin svo svöng eitthvað og í mikilli þörf fyrir mat að ég hef viljað borða ALLT... eeeen auðvitað hef ég ALLS ekki gert það! Ég hef farið í tvær pizzuveislur, eina afmælisveislu, eina grillveislu og ekki fengið mér neitt af því sem var á boðstólnum. Ég datt þannig úr takt að ég þurfti að rifja upp frá fyrri köflum og í raun þarf ég insperation aftur... og þá er gott að lesa blogg vinkvenna minna í þessu átaki. En ég er öll að koma til :)
Nú er ég að boða kjúkling, fisk, egg og beikon.... NOOOTT... hahhahahha... nei ekkert beikon, einu sinni átti þetta eitthvað svo mikla samleið... en ekki lengur :) Svo borða ég líka mikið af grænmeti og ávöxtum... svo í næstu viku bætum við fleiru við aftur, ég hlakka alveg til þess sko! En sykurinn er auðvitað enn out (og hann verður það svo áfram og áfram og áfram) hveitið ekki velkomið og fleira.
Ræktin mín gengur mjög vel, ég er að finna mikin mun á öllu, bæði úthaldi og hvaða þyngdir ég er að taka í hverri æfingu. Amma mín kallaði þetta alltaf ,,ræktunin... hún er í ræktuninni" sagði hún og mér finnst það í raun orð að sönnu, maður er að rækta líkaman, vöðva og lungun í ræktuninni. :) Gallabuxurnar mínar sem ég var gjööörsamlega hætt að nota eru pínu víðar núna og ég held að ég sé í minni ,,sexy-weight"... ég las einu sinni að hver kona ætti sína ,,sexy-weight" og það væri ekki bundið við það að vera sem grennst... ég t.d. grenntist einu sinni niður í 55 kíló og mér fannst ég alls ekki sexy. Sumar upplifa sig kynþokkafullar með smá utan á sér en aðrar ekki. Það er gott að finna að maður sé ánægður í eigin skinni.
Ég var mjög óánægð með mig áður en ég byrjaði í átakinu því ég var orðin svo lin og orkulaus en það er svo allt önnur saga í dag! Ég er mjög ánægð, ég ætla að halda þessu og hætt að rokka svona rosalega í viktinni, ég hef alltaf verið þannig, en nú er komin pása á því... ég ætla að halda þessu svona! Ég er mjög sátt...
Verið góð við hvort annað, það er svo miklu skemmtilegra :)
Kær kveðja,
Ágústa Ósk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.