Breyttur lífsstíll

Verið þið svo hjartanlega marg-blessuð :)

Í dag er ég búin að fara í ræktina, borða hollan og góðan morgunmat, fara í bað, skoða blaðið, bera á mig unaðsleg krem, setja í vél, hengja upp þvott og brjóta saman... Ég get ekki sagt að ég sakni tímans þegar ég hafði ekki orku til að fara fram úr fyrir 11 á morgnana og hvað þá fara strax að gera eitthvað!

Ég hugsaði þegar ég var í dásamlega erfiðum tíma kl 7.20 í Hreyfingu (ég er sem sagt í Bikiníáskorun, lokað námskeið og kennarinn er Guðbjörg Finnsdóttir, hún er algerlega frábær) að taka á því með Beyonce og Christinu Aguilera í botni, þá hugsaði ég ,,ohh hvað ég sakna þess þegar þetta 10 vikna átak er búið, mér líður svo svakalega vel að borða svona hollt og hreyfa mig" og þá fattaði ég ,,HEY, ÞETTA ER BARA RÉTT AÐ BYRJA".

Þetta átak ,,10 árum yngri á 10 vikum" hefur gjörsamlega umturnað lífi mínu. Það er orðið bjartara að vakna á morgnana (ekki bara úti, heldur inni í mér) ég er ekki eins þreytt og orkulaus, það er skemmtilegra að kaupa í matinn, það er skemmtilegra að borða, það er yndislegt að hreyfa sig og finna að maður er léttari á sér og fara auðveldar með æfingarnar (eða þannig, þær þyngjast í raun alltaf því ég er að bæta kílóum við og taka enn virkari þátt).

Einnig þykir mér svo gaman að afla mér fróðleiks um heilbrigt líferni (sem var laaangt frá mér áður en ég byrjaði). Ég las einmitt grein í morgun að 30% krabbameinstilfella er vegna mataræðis. Unnar kjötvörur fara þar fremst í flokki sem slæmar matarvenjur.

Ég hugsaði einmitt þegar ég var í Bónus á föstudaginn og gekk inn í kjötkælinn ,,vá ég get nánst ekki keypt neitt hérna inni, það er allt útatað í unnum kjötvörum" passið ykkur á þessum kæli! En þetta var ekki sorglegt fannst mér að GETA ekki keypt neitt þarna inni, hugsunin var eiginlega frekar ,,MIG LANGAR EKKI AÐ KAUPA VÖRUR HÉRNA INNI" líkaminn minn er farinn að kalla á hollt fæði... YNDISLEGT!!! Ég horfði ofan í körfuna og fann fyrir vellíðan, fuuuuullt af grænmeti og ávöxtum, kjúklingabringur, vörur frá Sollu (með appelsínugula miðanum) rís mjólk, frosin ber, harðfiskur og fleira.

Maðurinn minn hefur tekið svo innilega mikið þátt í þessu með mér og stutt mig svo. Hann fílar þetta í tætlur. Eitthvað hádegið fór hann án mín á uppáhalds pizzu staðinn sinn og fékk sér uppáhalds pizzuna sína og honum var brugðið þegar hann borðaði þetta og fann fyrir hálfgerðri klýju, í minningunni var hún mun betri og hann varð rosalega þungur í maganum og þurfti að leggja sig á meðan líkaminn melti matinn. Vááá hvað ég sakna ekki þessa tíma!!!

Það er breyttur tíma hjá mér og mínum, við ætlum að forðast vörur sem auka líkur á krabbameini og borða mat sem veitir okkur vellíðan á meðan við borðum hann sem og eftir á.

Takk Guð fyrir að blessa mig með að vera valin í þetta átak sem hefur gert það að verkum að lífið mitt hefur breyst. ÉG ER MJÖG ÞAKKLÁT!

LOVE,
Ágú-págú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband