Sunnudagur, 22. maí 2011
Gengur á með skini og skúrum
Góðan daginn...
Sólin skín, allavegana í Reykjavík en það er víst snjór á norður og austurlandi og svartaþoka vegna eldgoss á suð-austurlandi... er ekki skrítið hvernig eitt lítið land getur sýnt og innihaldið svona marga karaktera? Það finnst mér!
Nú eru þrjár vikur búnar af breyttum lífsstíl hjá okkur stelpunum og það er oft talað um að ef breyting á að takast þá verður maður að halda það út í 21 dag. Dagur 21 er í dag og ef ég á að svara hvort þetta ferðalag hafi verið erfitt eða létt... þá neyðist ég til að segja það skiptast á skin og skúrir.
Flesta dagana hefur ferðalagið verið ljúft... hollur matur, æfingar, bjart og heiðskýrt inni í mér, sól og jákvæðni. Örfáa daga hefur verið erfitt, pirringur, höfuðverkur, eldgos og snjóbilur. Þá langar mig í eitthvað mjöög óhollt. Eins og t.d. í gær hélt ég upp á afmælið hjá dóttur minni og gerði fullt af ógeðslega góðum kornflexkökur og það var töluverður afgangur, þá fannst mér ekki gaman að þurfa að standast. Ég varð í alvörunni mjög pirruð! En í staðin fékk ég mér hrökkbrauð úr Maður Lifandi og gróft hnetusmjör ofaná (sem ég nota í raun bara sem nammi á nammidögum (í brýnustu neyð)).
Annað líka sem dregur úr mér er að það sést ekkert mikil breyting á viktinni. En svo þar á móti er fólk að segja að ég líti ferlega vel út og pils sem ég komst ekki í fyrir mánuði síðan rennur ljúflega upp leggina og passar eins og flís við rass :) Ég missti strax tvö kíló og ég var mjög glöð en nú verð ég að hugsa um það sem fólk sem kann á svona viktarlögmál að hún er ekki það sem skiptir aðalmáli. Ég fer í fitumælingu á föstudaginn næsta ásamt ummálsmælingu og þá koma nýjar tölur heitar í hús. Ég fór sem sagt í fitumælingu og ummálsmælingu tveim dögum áður en ég byrjaði í prógramminu.
Ég ætla að halda ótrauð áfram og njóta ferðalagsins. Það er líka sagt að maður fari ekki að sjá árangur af æfingum fyrir en eftir 4 vikur svo að þolinmæðin er það sem blífar fyrir mig núna.
Segi bæ í bili...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.