Þriðjudagur, 17. maí 2011
Líkaminn fílar mörkin :)
Góðan dag...
Rosalega líst mér vel á þennan dag... mér sýnist það á öllu að hann boði hámarks árangur í því sem ég mun taka mér fyrir hendur, það er afskaplega góð tilfinning.
Svona er hugsunarhátturinn orðinn hjá mér þessa dagana og það tengist pottþétt þessu átaki. Líkaminn er spenntur fyrir því sem hann fær að borða því hann finnur svo um munar að mataræðið er að gera honum gott. Þetta er eins og með börnin, ég hef sett mörk. Ég set ekki hvað sem er ofan í mig, það eru mjög skýr mörk. Ef ég tek samlíkinguna með börnin þá eru þau tvístígandi eftir að reglur eru settar, þau reyna hvað þau geta og testa uppeldisaðilana og svo þegar þau finna að uppeldisaðilinn ætlar ekki að teygja mörkin, þrátt fyrir að þau öskri og gargi, þá linna þau látum og finna fyrir öryggi sem aldrei fyrr. Líkaminn minn er kominn þangað, hann veit að ég er ekki að fara að teygja mörkin (láta eitthvað pínu slæmt ofan í mig) og hann er orðinn rólegur og treystir mér... kannski skrítin samlíking en ég upplifi þetta nákvæmlega svona.
Það sem meira er, er að ég nýt þess að halda mörkin. Alveg eins og þegar börnin mín fara að frekjast yfir þeim mörkum sem ég hef sett fyrir þau... Ég veit að mörkin er ÞEIM fyrir bestu og þá er mjög auðvelt að halda þau! Það sama með líkaman, þó svo að hann öskri á það óholla sem ég sagði ykkur frá í síðust færslu þá var þetta í raun ekkert mál og ég er ekki að díla við afleiðingar gjörða minna núna með orkuleysi og eftirsjá :) góóóð tilfinning.
Afleiðingarnar eru þessar... Líkaminn er tilbúinn í stærri áskoranir heldur en áður fyrr. Hann hlýðir fyrr (tekur fyrr við sér) og sýnir á sér sínar bestu hliðar... ÉG FÍLA ÞAÐ!
Ég tel niður í æfingu sem byrjar 18.15... þar hefur líkaminn og hugurinn t.d. aldrei verið... það hefur frekar verið kvíði, pirringur að þuuurfa að mæta og tilfinning eins og ég muni ekki meika heila æfingu... Nei núna kallar líkaminn eftir hreyfingu og hollan mat.... ooooh ólýsanleg tilfinning.
Þetta get ég ímyndað mér að eru fyrst og fremst takmarkið með bókinni 10 árum yngri á 10 vikum... hún er eins og leiðbeininga-bæklingur að betri lífsstíl og meira en það, hún Þorbjörg (höfundurinn) gerir þetta svo ótrúlega skemmtilegt fyrir mann. Hún er virkilega skemmtileg aflestrar og allt í einu er ég farin að skilja þetta! og reyna þetta á sjálfri mér oooooog TAKAST ÞETTA! Óóó jééeee...
Ohhh... mér líður vel :)
Kærleikur til ykkar allra frá mér...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.