Mánudagur, 16. maí 2011
Sumir dagar eru erfiðari en aðrir :) en mössum þá...!!!
Sælt veri fólkið...
Á morgun eru tvær vikur síðan ég byrjaði í átakinu og það hefur gengið svo vel. Núna seinnipartinn og í kvöld er í fyrsta skiptið sem ég finn fyrir að mig langar í eitthvað ógeðslegt... kók, nammi, köku, pylsu, pizzu og alls, alls, allskonar drasl. Ég hef enn ekki fengið mér neitt af þessu og hefur það ekki angrað mig (síður en svo).
Frá því síðast er húsið mitt búið að vera fullt af blómstrandi börnum og ég hef verið að læra mikið fyrir próf. Tíminn minn hefur farið í að læra, gefa börnunum að borða, þvo þvott, taka til (aftur og aftur og aftur), gefa þeim tíma og fara í ræktina. Ég hef gefið mér allt of lítin tíma í að fiffa einhvern mat fyrir sjálfa mig (því uppskriftirnar eru enn ekki komnar nógu vel inn í kerfið þannig að ég geti gripið í þær í amstri dagsins) svo ég hef bara allt af mikið borðað bara grænmeti eða ávexti, búst, kjúlla með engu ger-, hveiti- og sykurlaust hrökkbrauð og eitthvað svoleiðis. Ekki nógu gott... er samt með góða gulrót í höndunum núna :)
En á morgun ætla ég að gefa mér tíma til að velja mér einhverja gómsæta uppskrift úr bókinni og annað hvort elda hana sjálf eða biðja manninn minn um það (á meðan ég læri). Hlakka til !!!!
Þrátt fyrir þetta taut í mér er ég að finna yndislegan mun á húðinni minni. Ég lít í spegil og húðin mín er fersk og glansandi (áður en ég byrjaði í átakinu var hún orðin pínu grá-mygluleg og pínu baugar farnir að láta sjá sig). Appelsínuhúðin á lærunum hefur minnkað svo um munar (en appelsínuhúð kemur bæði á þykkar og grannar konur) með aukinni vökvalosun þá minnkar hún.
Ég tel það ágætt að láta ykkur líka vita af því sem er erfitt því að það er líklega eitthvað sem allir ganga í gegnum í svona ferli. En ég læt þetta ekki buga mig og ég held svo vongóð og ótrauð áfram!!!
Áðan þá vorum við öll fjölskyldan að fara í sund og allir voðalega svangir og við stoppuðum í sjoppu og keyptum pylsu á línuna... 5 pylsur takk fyrir og mamman beið bara þangað til hún kom heim og tróð í sig bananana... vá hvað ég sigraði freistingu (mér finnst ógeðslegar sjoppu pylsur agalega góðar). Ég bakaði köku fyrir fjölskylduna mína, en fékk ég mér.... Ó NEI... Það var snakk með júró... en fékk ég mér... Ó NEI, mig langaði alls ekki... ég fékk mér stjörnu popp :)
Heyrumst fljótt...
Ágústa Ósk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.