Hvaða tími er? Flúbbs, borða hollt tími :)

Góðir daga búnir að líða agalega hratt síðan seinast...

Mataræðið er frábært, vá hvað ég finn mikla orku... ég er ekki að trúa því þegar ég hugsa til baka og var í sömu aðstæðum og ég er í dag...... sem sagt læra fyrir próf.... þá var ég alltaf að fara fram og leita í skápunum eftir einhverju sætu. Það var sama hvað það var... hart eldgamalt bland í poka sem börnin kláruðu ekki seinasta laugardag (ógeðslegt I know), súkkulaðikex, gamalt bökunarsúkkulaði og þar fram eftir götunum... ég bara VARÐ að fá eitthvað sætt, líklega á svona klukkutíma fresti (ótrúlegt I know)

En núna... þá líða bara tveir klukkutíma og ég gleymi mér í yndislegum lærdóm og þá bara ,, já nú er það ávaxtatími" ,,hmm nú er hnetutími" ,,nú er sjeiktími" ,,nú ert kjarngóður kvöldmatartími" og á milli er ég með ískalt vatn og sötra... Vá hvað ég hefði ekki trúað því hvað sykurlöngunin minnkar við það að taka það alveg út! ((Fyrirgefið þið öll sem hafið verið að reyna að segja mér það en ég ekki hlustað)) Lexía nr.3 ,,hlusta á góð ráð sem eru gefin" (en auðvitað flokka skítinn, ég er nú ekki alveg tóm :) ).

Nú er ein vika og 1 dagur liðinn frá því að ég breytti lífsstílnum og ég er búin að missa 2.2 kíló... ég er sááátt!

MIkið verð ég nú líka að fá að segja að það er búið að vera YNDISLEGT að fá hvatningar héðan og þaðan. Ég vona svo sannarlega að myndirnar af mér (og okkur öllum) verði landanum til hvatningar... jú það er nú einmitt ástæðan fyrir því að þetta var gert svona agalega opinbert... úff... (hahaha ég svitna í lófunum þegar ég skirfa og hugsa um myndirnar) Fór að spjalla við það við eina úr hópnum að þetta er frekar bagalegt að í framtíðinni þegar nafnið mitt verður gúgglað kemur bossinn á mér skælbrosandi framan í viðkomandi ,,HELLÓ HERE I AM"... Ó MÆÆÆN!!!

Er að fara á æfingu í dag með stelpunum og það á að telja ofan í okkur armbeygjur... ég held það svei mér þá að ég geti ekki EINA á tánum... vonandi megum við vera á hnjánum... hahahha sjáumst...

kærleikskveðja frá mér til ykkar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband