Ég er byrjuð....

Halló halló...

Hvernig á maður að byrja svona blogg? Sérstaklega þar sem ég er ekkert sérstakur aðdáandi t.d. facebook statusa sem fólk er að tala um hvað það er duglegt í ræktinni og hvað það láti ofan í sig. EN ÞETTA Á EINMITT AÐ VERA NOKKURSKONAR ÞANNIG... úff... alltaf fær maður það í hausinn sem maður er að dæma aðra með... Lexía nr 1. HÆTTA AÐ DÆMA :)

Ég er sem sagt ein af þeim 5 konum sem voru valdar af 600 konum til að taka þátt í átaki sem heitir ,,viltu yngjast um 10 ár á 10 vikum" og tek ég þessari áskorun með gleði í hjarta og tilhlökkun í huga.

Ég hef verið að grotna undan sjálfri mér (og nú kem ég bráðum að lexíu nr. 2, bíðið spennt ;) ) upp á síðkastið því að undanfarið ár hef ég bætt töluverðu á mig og mér finnst ég bara ekki eins sexý og flott og ég var ooog fílaðaekki! Fyrir um mánuði síðan byrjaði ég að hugsa það með fullri alvöru í huga að gera eitthvað í málunum en ég vissi ekki hvernig ég ætti að byrja. Svo var mér bennt á þessa auglýsingu á mbl (af elskunni minni sem var augljóslega orðinn þreyttur á vælinu í henni mér) og ég sótti um. Mér fannst þetta vera svarið fyrir MIG. Ég var þess fullviss að ég gæti eins og hver önnur orðið fyrir valinu...... og þarna kemur Lexía nr. 2 ÞAÐ SEM VIÐ TRÚUM, MUN GERAST!

Ég fékk að vita það að ég þyrfti að láta taka fyrir og eftirmynd af mér á bikiníi og váá hvað það hefur valdið mér miklu hugarangri EN HEY... ég ÆTLA að vera orðin svo flott þegar eftirmyndirnar verða tekna svo fxxx it... Þær munu koma á morgun............... úff!

Jæja, nú er ég búin að opna átaksbloggið mitt og hér ætla ég að láta flakka það sem er að gerast hjá mér, bæði líkamlega og í hausnum, því breytt mataræði hefur líka áhrif á hugsanir og jákvæðni... Þegar ég finn eitthvað sem ég fíla vil ég tala út fagnaðarerindið við alla og ef þetta er fagnaðarerindi fyrir konur og menn að tileinka sér það sem stendur í bókinni ,,viltu verða 10 árum yngir á 10 vikum" og fá útúr því betri lífsstíl, þá mun ég ekki láta mitt eftir liggja að tjá mig um það. En ég læt ykkur vita :) So stay tuned !

Bless í bili,

Ágústa Ósk


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband