Færsluflokkur: Bækur
Miðvikudagur, 20. júlí 2011
Endirinn
Sæl verið þið öll og margblessuð... og ég meina það, ég vona að blessunum rigni yfir ykkur :)
Þá er þetta góða verkefni formlega búið en í raun bara rétt að byrja... Þetta er byrjunin að frábærum lífsstíl sem ég hef verið svo rooosalega heppin og blessuð að fá að reyna. Mér fannst eins og mér væri kastað út í djúpu laugina þegar þetta byrjaði. Fyrst af öllu var það bikiný myndatakan fyrir framan alþjóð og svo að deila því sem er að gerast í lífi mínu í bloggfærslum og viðtölum. Þetta gaf manni óneitanlega ástæðu til að standa sig enn betur í þessu. Þegar ég horfði á súkkulaði molann eða kökurnar, snakkið eða gosið þá gat ég alltaf hugsað ,,nei ég ætla ekki að fá mér þetta, því ég vil geta sagt með TANDUR HREINNI samvisku að ég hafi EKKERT svindlað" og þannig var það... ég svindlaði EKKERT og ég sé ekki eftir því.
Í gær hittumst við stelpurnar í Selenu og þær voru svo rosalega rausnalegar við okkur og gáfu okkur ný sundföt til að spóka okkur í í ,,nýja" kroppnum okkar. Frábær þjónusta og allt svo notalegt þarna. Ég verð að segja fyrir mína parta að þetta var mjög svo kærkomið því að mín sundföt voru orðin svo víð og teygð að dóttir mín hélt að það væri komið typpi á mömmu sína, svo mikið flaxaði efnið á buxunum... hahahahha. TAKK FYRIR ÞESSA GJÖF. Ég valdi mér svört bikiný með boxerbuxum sem mér fannst voða flott og hrikalega sexý... (þið fáið að sjá þetta í næstu viku held ég). Að sjálfsögðu var haldin tískusýning fyrir manninn minn þegar heim var komið... honum fannst þetta aðeins of efnismikið! Hvað er það? varla vildi hann hafa konuna í g-streng??? Hvað veit maður svo sem, maður er alltaf að komast að því meir og meir hvað konur og karlar eru ólík... en hey... það litar bara tilveruna og gefur okkur tilefni til að taka tillit og hafa gaman.
Svo fórum við upp í Moggahús og þar fengum við förðun frá Mac og svo eitt stykki myndataka. Ég verð að viðurkenna það að ég kveið hræðilega fyrir henni. Hin myndatakan var ok, ég meina, það var erfitt að standa fyrir framan ykkur öll og maður ekki í sýnu besta ásigkomulagi en núna eru meiri kröfur :) og þá er ljúft að hugsa til baka og vita að maður gat ekki gert betur. Ég er ekki búin að sjá myndirnar en ég sé hvað er í speglinum og ég er mjög ánægð og kallinn minn finnur það sem hann hefur í rúminu og hann er mjöög ánægður ;) haha þið skiljið hvað ég á við ;) ;)
Það er pínu söknuður í hjartanum að vita til þess að þetta er búið. Mér finnst gaman að blogga til ykkar og fá viðbrögð við því sem maður er að segja.
Já einmitt... svo að ég vaði úr einu í annað... ég tók svona aldurspróf í byrjun bókarinnar áður en ég byrjaði í öllu og þá var líffræðilegur aldur minn 60 ára... já sæll, mín bara að komast á eftirlaun bara ;) en nú var ég að taka þetta próf aftur og viti menn, líffræðilegur aldur minn er orðinn 24 ára. Vitið þið það að þetta átak hefur gjörbreytt lífi mínu, ég er orðin svo mikið mikið mikið meðvitaðri um allt sem er að gerast í kringum mig og það sem ég læt ofan í mig. Þetta er ljúft...
Ég ætla að kveðja ykkur í bili (ég ætla að taka lexíurnar mínar saman bráðlega, og setja þær í eitt blogg) með setningu sem ég heyrði frá manni sem var orðinn allt of stór í sniðum og fór svo í líkamsrækt (crossfit) og missti 30 kíló... hann sagði ,,það er mikið auðveldara að missa 30 kíló en að bera þau" Ef þú ert að hugsa um að kannski, mögulega og líklega langar þig að prufa þetta þá vil ég segja ,,do it!!" þú munt ekki sjá eftir því og þú munt finna mun á líðan þinni á fyrstu tveim vikunum og það mun koma þér áfram í þá þriðju og þá sérðu mögulega mun og þá kemur þér áfram í fjórðu og svo koll af kolli... allt í einu eru 10 vikur búnar og lífsstíllinn er breyttur... gefðu þessu 10 vikur af lífi þínu... það er ekki mikill tími...
Takk Þorbjörg fyrir að hafa valið mig í þetta verkefni, takk Matti fyrir að standa við bakið á mér, ég elska þig, takk Marta að hafa haldið svona skemmtilega utan um þetta, takk Ásthildur elsku einkaþjálfarinn minn fyrir að hjálpa mér í formið, þú ert snillingur og takk stelpur sem voruð með mér í þessu ferðalagi... vá þið eruð gordjöss... ég átti varla orð í gær... (þið hin getið farið að hlakka til að sjá þær spóka sig í næstu viku). Takk foreldrar mínir, þið eruð þau bestu og takk elsku börnin mín að hafa verið svona jákvæð... takk þið öll hin sem hafið snert við lífi mínu og takk Jesús fyrir að koma mér á þennan stað... (minnir á óskarsverðlauna hátíð... ég veit það)
Bless segir Ágú-págú með svo miklum kærleika og þakklæti
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. júní 2011
Hrós, kíló og nýjar áskoranir...
Nú er heldur betur farið að hallast í annan endan..... og hvað gera bændur þá? Ég hef mjög oft fengið spurninguna hvað ég ætla að gera eftir þetta átak og svar mitt er ávallt það sama... ég ætla að halda þessu mjög vel við :) Þetta hefur bara gert mér gott og munurinn á líðan og líkamanum er mikill.
Það er svo margt nýtt að gerast hjá mér... T.d. tók ég þá ákvörðun að ganga í Golfklúbb Reykjavíkur og er ég á fullu að spila og safna mér hringjum til að fá forgjöf... þetta er mjög gaman, holl og góð íþrótt. Ég er ferlega ánægð með að geta stundað hana núna og þakka ég líkamlegum styrk mínum því að golf reynir alveg helling á bak og axlir og hef ég verið mjög slæm í þeim líkamspörtum seinni ár. Eftir að ég fór að æfa og breyta lífsstílnum mínum þá er ýmislegt hægt sem ekki var hægt áður!
Annað sem er aaaalgjörlega nýtt hjá mér. Ég hef ekki bara áhuga á að kaupa mér föt (á hvort sem er ekki mikin pening til að spandera í slíkt) heldur er ég farin að fá áhuga á að SAUMA mér föt... vá ég hefði aldrei trú á því að ég myndi prufa slíkt... ég hef aaldrei haft trú á mér til þess... en í þessu átaki hef ég komist að því að ég er mikið duglegri heldur en ég hélt og get miklu meira en ég trúði.
Sama sagan er í raun með ræktina... ég er að geta svo miku meira en ég hélt til að byrja með og hamast eins og rjúpan við staurinn (hvað er rjúpan að rembast við staurinn annars?... ég hef aldrei skilið þetta en ég nota þetta þó óspart ;) ) Ég er t.d. að hlaupa upp og niður stúkuna í Laugardalslaug (það hélt ég í alvöru að ég gæti ekki), ef þið hafið séð mig í sólbaði þar sitjandi við vegg þá hefðuð þið séð að það var enginn stóll, það er æfing sem hefur hrætt mig en ég rúlla henni upp núna :) Þökk sé reyndar Ásthildi (einkaþjálfaranum) sem hvetur mann áfram. Það að vera með einkaþjálfara er algjör snilld og það er ekkert skrítið að stjörnurnar í Hollýwúdd séu allar svona í laginu eins og þær eru, þær eru allar með einkaþjálfara sem setja upp prógramm og hvetja þær svo áfram við að gera æfingarnar PLÚS það að þær hafa allar kokka sem þær geta gefið þær upplýsingar að þær vilji bara hollan en bragðgóðan mat sem innihalda ekki kolvetni, sykur og hveiti... þá er það bara matað ofan í þær! Ég væri til í að hafa kokk!!! ;)
En já... nýjustu tölur eru komnar í hús... breytingin er geðveikt hollt mataræði þar sem ég leifi mér EKKERT og ræktin 4-5 x í viku, plús ég arka golfvöllinn... fituprósenta hefur minnkað um 4% (klöppum fyrir því) kílóin um 4.5 kg.. já fínn árangur og í heldina hafa farið um 30 cm af líkamanum mínum... auka gat á beltið og læti :)
Ég hef fengið töluvert af skilaboðum á Facebook sem eru mjög skemmtileg, hvetjandi og uppfull af hrósum. TAKK ELSKU ÞIÐ AÐ HAFA SENT MÉR ÞAU. Yfirleitt hafa þessi bréf komið ákkurat þegar ég þurfti mest á að halda :) takk takk takk. Þessi skilaboð hafa fengið mig til að hugsa! Já ég veit... alveg ótrúlegt nokk :) En ég hef verið að hugsa um hvað hrós gefur manni mikið. Bara við það að fá bréf um hvað væri frábært hvað ég væri að gera, ég væri að standa mig vel og væri voða fín gáfu mér vítamínssprautu í rassinn. Kannski er það barnalegt að þurfa hrós en ég held það samt virkilega að við séum öll svona inn við beinið en í pottþétt mismiklum mæli. Ég held að ef maður hrósar fólki þá gerir það enn meira af því sem við hrósum þeim fyrir. LEXÍA 8 EÐA 9... VERUM DUGLEG AÐ HRÓSA HVORT ÖÐRU!!! Þó svo að þið þekkið ekki viðkomandi sem ykkur langar að hrósa, gerið það bara samt. Það er alltaf gaman að sjá gleðiblikið í augum fólks eða fá góðan þakkar e-mail til baka.
Höfum það extra gott í þessu ,,yndislega" sumri sem við Íslendingar fáum að njóta og hrósum hvort öðru... það er alltaf hægt að finna eitthvað gott! ALLTAF...
Takk elskurnar...
Þar til næst... mikill kærleikur yfir til ykkar allra :)
Ágú-págú
Bækur | Breytt 2.7.2011 kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. júní 2011
Áframhaldið
Góðan og blessaðan daginn...
Þessir dagar sem hafa verið að líða frá síðasta bloggi hafa verið pínu skrítnir... Ég datt eiginlega úr úr rútínunni í safaævintýrinu. Mér fannst þetta eitthvað svo óheillandi dagar (eins og ég tilgreindi í nokkrum ósmekklegum orðum í seinustu færslu) og ég var orðin svo svöng eitthvað og í mikilli þörf fyrir mat að ég hef viljað borða ALLT... eeeen auðvitað hef ég ALLS ekki gert það! Ég hef farið í tvær pizzuveislur, eina afmælisveislu, eina grillveislu og ekki fengið mér neitt af því sem var á boðstólnum. Ég datt þannig úr takt að ég þurfti að rifja upp frá fyrri köflum og í raun þarf ég insperation aftur... og þá er gott að lesa blogg vinkvenna minna í þessu átaki. En ég er öll að koma til :)
Nú er ég að boða kjúkling, fisk, egg og beikon.... NOOOTT... hahhahahha... nei ekkert beikon, einu sinni átti þetta eitthvað svo mikla samleið... en ekki lengur :) Svo borða ég líka mikið af grænmeti og ávöxtum... svo í næstu viku bætum við fleiru við aftur, ég hlakka alveg til þess sko! En sykurinn er auðvitað enn out (og hann verður það svo áfram og áfram og áfram) hveitið ekki velkomið og fleira.
Ræktin mín gengur mjög vel, ég er að finna mikin mun á öllu, bæði úthaldi og hvaða þyngdir ég er að taka í hverri æfingu. Amma mín kallaði þetta alltaf ,,ræktunin... hún er í ræktuninni" sagði hún og mér finnst það í raun orð að sönnu, maður er að rækta líkaman, vöðva og lungun í ræktuninni. :) Gallabuxurnar mínar sem ég var gjööörsamlega hætt að nota eru pínu víðar núna og ég held að ég sé í minni ,,sexy-weight"... ég las einu sinni að hver kona ætti sína ,,sexy-weight" og það væri ekki bundið við það að vera sem grennst... ég t.d. grenntist einu sinni niður í 55 kíló og mér fannst ég alls ekki sexy. Sumar upplifa sig kynþokkafullar með smá utan á sér en aðrar ekki. Það er gott að finna að maður sé ánægður í eigin skinni.
Ég var mjög óánægð með mig áður en ég byrjaði í átakinu því ég var orðin svo lin og orkulaus en það er svo allt önnur saga í dag! Ég er mjög ánægð, ég ætla að halda þessu og hætt að rokka svona rosalega í viktinni, ég hef alltaf verið þannig, en nú er komin pása á því... ég ætla að halda þessu svona! Ég er mjög sátt...
Verið góð við hvort annað, það er svo miklu skemmtilegra :)
Kær kveðja,
Ágústa Ósk
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. júní 2011
Vika sex, sex, sex!
Jæja þá í þetta sinn!!!
Vika SEX í átakinu á ekkert skylt við venjulegt sex! Þetta er búið að vera frekar rosalegt. Ég drakk sjokk-ógeðisdrykkinn í gærmorgunn og það eitt að koma honum niður var þrautinni þyngri en að koma honum út.... önnur saga... Ég segi það bara hreint út, það var mjög gott að ég átti Andrex extra soft, classic white toilet paper á heimilinu!!! (ekki kvennlegt............. I know, en sannleikurinn í allri sinni mynd, án frekari skýringa eða myndlíkinga) Mér var sagt að ef ég myndi drekka þetta snemma að morgni þá væri ég búin að jafna mig áður en ég færi í vinnuna en nei, ég þurfti að taka mér frí því ég var bara að nota Andrex allan daginn, ég varð bara lasin, en var orðin góð svona kl 17.00... Ég myndi mæla með því að þið hefðuð ekkert fyrir stafni þegar þið færuð inn í þennan dag... trúið mér!!!
Dagurinn þar áður var samt frekar ljúfur (líka á fljótandi þó) og dagurinn í dag líka fínn. Það er margt sem ég hef hugsað á meðan ég er á þessu fljótandi fæði, eins og t.d. VÁ HVAÐ ÉG ER ÞAKKLÁT FYRIR AÐ GETA TUGGIÐ. Sumir lifa þannig að þau þurfa að fá allt í fljótandi formi (einhverra hluta vegna) og vá hvað þau eiga samúð mína alla. Ég get ekki beeeeðið eftir að fá mér eitthvað að borða á morgun!!! Tyggja... mmmmmm, hlakka til. Þarna lærði ég aðra lexíu og hún er nr. 7... EKKI TAKA HLUTUNUM SEM SJÁLFSÖGÐUM eins og t.d. að geta tuggið og vera með meltingu sem þolir það að fá gróf tuggin mat til að melta! Það er svo margt sem maður áttar sig á eftir að þeir eru teknir frá manni.
Ég fór í ræktina kl 6.10 í morgun í Body balance og það var alveg frábært, ég átti að fara í brjálaðan hjólatíma en ég treysti mér alls ekki í það og ekki fer maður að sleppa degi úr í ræktinni... ó nei! :)
Já hey... ég fór í líkamslögun eldsnemma í gær, samt eftir ræktina hjá mér en fyrir drykkinn sem um var rætt (og þarf alls ekki að hafa fleiri orð um) hér að framan og það var algerlega meiriháttar... Ég ætlaði nú fyrst ekki að trúa því að ég ætti að fara í þann galla sem hún lét mig fá því hann var númer 46 (í smábarnanúmerum... miðað við það að ný fædd börn fara í 52) en hann var langur... en ég náði vel að troða mér í hann :) hann var úr einhverskonar mjúku nælonefni sem teygðist út í hið óendanlega. Svo lagðist ég á bekk og hún kom með sogskál sem ég hefði á tilfinningunni að væri bara að soga allt aukalegt af mér... mikið rosalega var þetta gott og ég hlakka til að sjá árangurinn eftir 5 tíma. Mjööög rausnalegt boð frá Líkamslögun að bjóða okkur skvísunum í þetta :)
Ég hugsa að ég endi bloggið eins og ég byrjaði...
Jæja þá í þetta sinn, heyrumst síðar...
Kv.
Ágú
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. júní 2011
Breyttur lífsstíll
Verið þið svo hjartanlega marg-blessuð :)
Í dag er ég búin að fara í ræktina, borða hollan og góðan morgunmat, fara í bað, skoða blaðið, bera á mig unaðsleg krem, setja í vél, hengja upp þvott og brjóta saman... Ég get ekki sagt að ég sakni tímans þegar ég hafði ekki orku til að fara fram úr fyrir 11 á morgnana og hvað þá fara strax að gera eitthvað!
Ég hugsaði þegar ég var í dásamlega erfiðum tíma kl 7.20 í Hreyfingu (ég er sem sagt í Bikiníáskorun, lokað námskeið og kennarinn er Guðbjörg Finnsdóttir, hún er algerlega frábær) að taka á því með Beyonce og Christinu Aguilera í botni, þá hugsaði ég ,,ohh hvað ég sakna þess þegar þetta 10 vikna átak er búið, mér líður svo svakalega vel að borða svona hollt og hreyfa mig" og þá fattaði ég ,,HEY, ÞETTA ER BARA RÉTT AÐ BYRJA".
Þetta átak ,,10 árum yngri á 10 vikum" hefur gjörsamlega umturnað lífi mínu. Það er orðið bjartara að vakna á morgnana (ekki bara úti, heldur inni í mér) ég er ekki eins þreytt og orkulaus, það er skemmtilegra að kaupa í matinn, það er skemmtilegra að borða, það er yndislegt að hreyfa sig og finna að maður er léttari á sér og fara auðveldar með æfingarnar (eða þannig, þær þyngjast í raun alltaf því ég er að bæta kílóum við og taka enn virkari þátt).
Einnig þykir mér svo gaman að afla mér fróðleiks um heilbrigt líferni (sem var laaangt frá mér áður en ég byrjaði). Ég las einmitt grein í morgun að 30% krabbameinstilfella er vegna mataræðis. Unnar kjötvörur fara þar fremst í flokki sem slæmar matarvenjur.
Ég hugsaði einmitt þegar ég var í Bónus á föstudaginn og gekk inn í kjötkælinn ,,vá ég get nánst ekki keypt neitt hérna inni, það er allt útatað í unnum kjötvörum" passið ykkur á þessum kæli! En þetta var ekki sorglegt fannst mér að GETA ekki keypt neitt þarna inni, hugsunin var eiginlega frekar ,,MIG LANGAR EKKI AÐ KAUPA VÖRUR HÉRNA INNI" líkaminn minn er farinn að kalla á hollt fæði... YNDISLEGT!!! Ég horfði ofan í körfuna og fann fyrir vellíðan, fuuuuullt af grænmeti og ávöxtum, kjúklingabringur, vörur frá Sollu (með appelsínugula miðanum) rís mjólk, frosin ber, harðfiskur og fleira.
Maðurinn minn hefur tekið svo innilega mikið þátt í þessu með mér og stutt mig svo. Hann fílar þetta í tætlur. Eitthvað hádegið fór hann án mín á uppáhalds pizzu staðinn sinn og fékk sér uppáhalds pizzuna sína og honum var brugðið þegar hann borðaði þetta og fann fyrir hálfgerðri klýju, í minningunni var hún mun betri og hann varð rosalega þungur í maganum og þurfti að leggja sig á meðan líkaminn melti matinn. Vááá hvað ég sakna ekki þessa tíma!!!
Það er breyttur tíma hjá mér og mínum, við ætlum að forðast vörur sem auka líkur á krabbameini og borða mat sem veitir okkur vellíðan á meðan við borðum hann sem og eftir á.
Takk Guð fyrir að blessa mig með að vera valin í þetta átak sem hefur gert það að verkum að lífið mitt hefur breyst. ÉG ER MJÖG ÞAKKLÁT!
LOVE,
Ágú-págú
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. maí 2011
cm fjúka og ég sakna þeirra ekki!
Góðan daginn kæra fólk...
Kílóblogg er framundan... úffsa :)
OK, hvar á ég að byrja. Fjórar vikur búnar að líða hratt (mjög hratt) og ljúft. Ég er búin að vera að taka þvílíkt á því í líkamsrækt og mataræðið er í góðu formi líka. Ég hef nákvæmlega ekkert svindlað og staðið mig með stakri príði. Það hefur meira að segja komið mér á óvart og enn sannast það að ég get meira en ég held... það er komið að LEXÍU NR. 4... HAFÐU TRÚ Á ÞÉR STELPA!!!
Kílómæling, fitumæling og ummálsmæling eftir 4 vikur fór fram hjá einkaþjálfaranum mínum Ásthildi Björnsdóttur sem er by the way ekkert smá mikill snillingur og hefur gert það að verkum að ég fíla það að hreyfa mig... mæli 100% með henni!!!
Tölurnar eru ágætar en ég vildi meira (óþolinmóða ég) en LEXÍA NR. 5... GÓÐIR HLUTIR GERAST HÆGT!!! Ég verð bara að halda í það og halda ótrauð áfram.
Byrja á því leiðinlega, fituprósentan hefur minnkað um 1% sem er ekki mikið svona á blaði hahaha... en ég get sagt það að ég hef ekki borðað út fyrir prógrammið (þannig að lítil svindl eru ekki að valda því að talan sé ekki hærri og ég æfi eins og kreisíness, ef ekki væri svo væri ég með samviskubit en ekkert svoleiðis) svo að líklega er þetta hraðinn sem líkaminn minn fer...
Jæja, ummálið á líkamanum hefur minnkað um 18.6 cm (en í raun meira því að það er bara tekið mál af öðru lærinu og öðrum upphandleggnum og þar sem fóru 4 cm af hægra læri þá geri ég ráð fyrir að það hafi farið 4 af því vinstra líka og 2 cm af upphandlegg þeim hægri og ég ætla að gera ráð fyrir 2 á vinstri líka) svo í raun fóru samtals 24.6 cm á einum mánuði! Ég er mjööög stolt af þessari tölu og ég finn svo mikin mun á fötum vegna þess að munurinn er töluverður fyrir ekki stærri manneskju en mig.
Ég hef misst 3 kíló og það er líka gott.
Í heildina er ég mjög ánægð með þetta þó svo að % hefði mátt vera hærri, en ég ætla að halda ótrauð áfram.
Ég er að finna mun á furðulegustu stöðum. T.d. er hringurinn minn alltaf að skjótast af fingrinum. Svo var ég að labba í Hagkaup (sem er í raun ekki frásögu færandi) í mjööög víðum buxum. FORSAGA... Fyrir um mánuði síðan var ég í sömu víðu buxum í Hagkaup og labba sama ganginn og fann að við hvert einasta skref þá hristust rassinn og lærin svo óhemju mikið að ég hafði það á tilfinningunni að ef ég myndi stoppa snögglega þá héldist ég áfram að hristast (ég var orðin svo lin, vöðvarnir í verkfalli vegna hreyfingarleysis). NÚTÍMINN... Já ég var sem sagt í víðu buxunum og fann að það voru stinn læri sem tóku á móti hverju skrefi stolt og ánægð með sig, rassinn myndar litla kúlu við skrefin og ég er svoooo ánægð með svona árangur og þegar hausinn vill horfa á 1% og vera óánægður, þá hugsa ég um þessa hluti...
En ég blómstra á líkama og sál. Ég hef sjálfstraust og lít björtum augum á yndislegu framtíðina mína...
Verum ánægð með litlu áfangana í lífinu... vá hvað maður má vera ánægður með þá!!!!!!
Kærleikur over to you all.....
Ágú-págú kveður í bili
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. maí 2011
Gengur á með skini og skúrum
Góðan daginn...
Sólin skín, allavegana í Reykjavík en það er víst snjór á norður og austurlandi og svartaþoka vegna eldgoss á suð-austurlandi... er ekki skrítið hvernig eitt lítið land getur sýnt og innihaldið svona marga karaktera? Það finnst mér!
Nú eru þrjár vikur búnar af breyttum lífsstíl hjá okkur stelpunum og það er oft talað um að ef breyting á að takast þá verður maður að halda það út í 21 dag. Dagur 21 er í dag og ef ég á að svara hvort þetta ferðalag hafi verið erfitt eða létt... þá neyðist ég til að segja það skiptast á skin og skúrir.
Flesta dagana hefur ferðalagið verið ljúft... hollur matur, æfingar, bjart og heiðskýrt inni í mér, sól og jákvæðni. Örfáa daga hefur verið erfitt, pirringur, höfuðverkur, eldgos og snjóbilur. Þá langar mig í eitthvað mjöög óhollt. Eins og t.d. í gær hélt ég upp á afmælið hjá dóttur minni og gerði fullt af ógeðslega góðum kornflexkökur og það var töluverður afgangur, þá fannst mér ekki gaman að þurfa að standast. Ég varð í alvörunni mjög pirruð! En í staðin fékk ég mér hrökkbrauð úr Maður Lifandi og gróft hnetusmjör ofaná (sem ég nota í raun bara sem nammi á nammidögum (í brýnustu neyð)).
Annað líka sem dregur úr mér er að það sést ekkert mikil breyting á viktinni. En svo þar á móti er fólk að segja að ég líti ferlega vel út og pils sem ég komst ekki í fyrir mánuði síðan rennur ljúflega upp leggina og passar eins og flís við rass :) Ég missti strax tvö kíló og ég var mjög glöð en nú verð ég að hugsa um það sem fólk sem kann á svona viktarlögmál að hún er ekki það sem skiptir aðalmáli. Ég fer í fitumælingu á föstudaginn næsta ásamt ummálsmælingu og þá koma nýjar tölur heitar í hús. Ég fór sem sagt í fitumælingu og ummálsmælingu tveim dögum áður en ég byrjaði í prógramminu.
Ég ætla að halda ótrauð áfram og njóta ferðalagsins. Það er líka sagt að maður fari ekki að sjá árangur af æfingum fyrir en eftir 4 vikur svo að þolinmæðin er það sem blífar fyrir mig núna.
Segi bæ í bili...
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. maí 2011
Líkaminn fílar mörkin :)
Góðan dag...
Rosalega líst mér vel á þennan dag... mér sýnist það á öllu að hann boði hámarks árangur í því sem ég mun taka mér fyrir hendur, það er afskaplega góð tilfinning.
Svona er hugsunarhátturinn orðinn hjá mér þessa dagana og það tengist pottþétt þessu átaki. Líkaminn er spenntur fyrir því sem hann fær að borða því hann finnur svo um munar að mataræðið er að gera honum gott. Þetta er eins og með börnin, ég hef sett mörk. Ég set ekki hvað sem er ofan í mig, það eru mjög skýr mörk. Ef ég tek samlíkinguna með börnin þá eru þau tvístígandi eftir að reglur eru settar, þau reyna hvað þau geta og testa uppeldisaðilana og svo þegar þau finna að uppeldisaðilinn ætlar ekki að teygja mörkin, þrátt fyrir að þau öskri og gargi, þá linna þau látum og finna fyrir öryggi sem aldrei fyrr. Líkaminn minn er kominn þangað, hann veit að ég er ekki að fara að teygja mörkin (láta eitthvað pínu slæmt ofan í mig) og hann er orðinn rólegur og treystir mér... kannski skrítin samlíking en ég upplifi þetta nákvæmlega svona.
Það sem meira er, er að ég nýt þess að halda mörkin. Alveg eins og þegar börnin mín fara að frekjast yfir þeim mörkum sem ég hef sett fyrir þau... Ég veit að mörkin er ÞEIM fyrir bestu og þá er mjög auðvelt að halda þau! Það sama með líkaman, þó svo að hann öskri á það óholla sem ég sagði ykkur frá í síðust færslu þá var þetta í raun ekkert mál og ég er ekki að díla við afleiðingar gjörða minna núna með orkuleysi og eftirsjá :) góóóð tilfinning.
Afleiðingarnar eru þessar... Líkaminn er tilbúinn í stærri áskoranir heldur en áður fyrr. Hann hlýðir fyrr (tekur fyrr við sér) og sýnir á sér sínar bestu hliðar... ÉG FÍLA ÞAÐ!
Ég tel niður í æfingu sem byrjar 18.15... þar hefur líkaminn og hugurinn t.d. aldrei verið... það hefur frekar verið kvíði, pirringur að þuuurfa að mæta og tilfinning eins og ég muni ekki meika heila æfingu... Nei núna kallar líkaminn eftir hreyfingu og hollan mat.... ooooh ólýsanleg tilfinning.
Þetta get ég ímyndað mér að eru fyrst og fremst takmarkið með bókinni 10 árum yngri á 10 vikum... hún er eins og leiðbeininga-bæklingur að betri lífsstíl og meira en það, hún Þorbjörg (höfundurinn) gerir þetta svo ótrúlega skemmtilegt fyrir mann. Hún er virkilega skemmtileg aflestrar og allt í einu er ég farin að skilja þetta! og reyna þetta á sjálfri mér oooooog TAKAST ÞETTA! Óóó jééeee...
Ohhh... mér líður vel :)
Kærleikur til ykkar allra frá mér...
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. maí 2011
Sumir dagar eru erfiðari en aðrir :) en mössum þá...!!!
Sælt veri fólkið...
Á morgun eru tvær vikur síðan ég byrjaði í átakinu og það hefur gengið svo vel. Núna seinnipartinn og í kvöld er í fyrsta skiptið sem ég finn fyrir að mig langar í eitthvað ógeðslegt... kók, nammi, köku, pylsu, pizzu og alls, alls, allskonar drasl. Ég hef enn ekki fengið mér neitt af þessu og hefur það ekki angrað mig (síður en svo).
Frá því síðast er húsið mitt búið að vera fullt af blómstrandi börnum og ég hef verið að læra mikið fyrir próf. Tíminn minn hefur farið í að læra, gefa börnunum að borða, þvo þvott, taka til (aftur og aftur og aftur), gefa þeim tíma og fara í ræktina. Ég hef gefið mér allt of lítin tíma í að fiffa einhvern mat fyrir sjálfa mig (því uppskriftirnar eru enn ekki komnar nógu vel inn í kerfið þannig að ég geti gripið í þær í amstri dagsins) svo ég hef bara allt af mikið borðað bara grænmeti eða ávexti, búst, kjúlla með engu ger-, hveiti- og sykurlaust hrökkbrauð og eitthvað svoleiðis. Ekki nógu gott... er samt með góða gulrót í höndunum núna :)
En á morgun ætla ég að gefa mér tíma til að velja mér einhverja gómsæta uppskrift úr bókinni og annað hvort elda hana sjálf eða biðja manninn minn um það (á meðan ég læri). Hlakka til !!!!
Þrátt fyrir þetta taut í mér er ég að finna yndislegan mun á húðinni minni. Ég lít í spegil og húðin mín er fersk og glansandi (áður en ég byrjaði í átakinu var hún orðin pínu grá-mygluleg og pínu baugar farnir að láta sjá sig). Appelsínuhúðin á lærunum hefur minnkað svo um munar (en appelsínuhúð kemur bæði á þykkar og grannar konur) með aukinni vökvalosun þá minnkar hún.
Ég tel það ágætt að láta ykkur líka vita af því sem er erfitt því að það er líklega eitthvað sem allir ganga í gegnum í svona ferli. En ég læt þetta ekki buga mig og ég held svo vongóð og ótrauð áfram!!!
Áðan þá vorum við öll fjölskyldan að fara í sund og allir voðalega svangir og við stoppuðum í sjoppu og keyptum pylsu á línuna... 5 pylsur takk fyrir og mamman beið bara þangað til hún kom heim og tróð í sig bananana... vá hvað ég sigraði freistingu (mér finnst ógeðslegar sjoppu pylsur agalega góðar). Ég bakaði köku fyrir fjölskylduna mína, en fékk ég mér.... Ó NEI... Það var snakk með júró... en fékk ég mér... Ó NEI, mig langaði alls ekki... ég fékk mér stjörnu popp :)
Heyrumst fljótt...
Ágústa Ósk
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. maí 2011
Hvaða tími er? Flúbbs, borða hollt tími :)
Góðir daga búnir að líða agalega hratt síðan seinast...
Mataræðið er frábært, vá hvað ég finn mikla orku... ég er ekki að trúa því þegar ég hugsa til baka og var í sömu aðstæðum og ég er í dag...... sem sagt læra fyrir próf.... þá var ég alltaf að fara fram og leita í skápunum eftir einhverju sætu. Það var sama hvað það var... hart eldgamalt bland í poka sem börnin kláruðu ekki seinasta laugardag (ógeðslegt I know), súkkulaðikex, gamalt bökunarsúkkulaði og þar fram eftir götunum... ég bara VARÐ að fá eitthvað sætt, líklega á svona klukkutíma fresti (ótrúlegt I know)
En núna... þá líða bara tveir klukkutíma og ég gleymi mér í yndislegum lærdóm og þá bara ,, já nú er það ávaxtatími" ,,hmm nú er hnetutími" ,,nú er sjeiktími" ,,nú ert kjarngóður kvöldmatartími" og á milli er ég með ískalt vatn og sötra... Vá hvað ég hefði ekki trúað því hvað sykurlöngunin minnkar við það að taka það alveg út! ((Fyrirgefið þið öll sem hafið verið að reyna að segja mér það en ég ekki hlustað)) Lexía nr.3 ,,hlusta á góð ráð sem eru gefin" (en auðvitað flokka skítinn, ég er nú ekki alveg tóm :) ).
Nú er ein vika og 1 dagur liðinn frá því að ég breytti lífsstílnum og ég er búin að missa 2.2 kíló... ég er sááátt!
MIkið verð ég nú líka að fá að segja að það er búið að vera YNDISLEGT að fá hvatningar héðan og þaðan. Ég vona svo sannarlega að myndirnar af mér (og okkur öllum) verði landanum til hvatningar... jú það er nú einmitt ástæðan fyrir því að þetta var gert svona agalega opinbert... úff... (hahaha ég svitna í lófunum þegar ég skirfa og hugsa um myndirnar) Fór að spjalla við það við eina úr hópnum að þetta er frekar bagalegt að í framtíðinni þegar nafnið mitt verður gúgglað kemur bossinn á mér skælbrosandi framan í viðkomandi ,,HELLÓ HERE I AM"... Ó MÆÆÆN!!!
Er að fara á æfingu í dag með stelpunum og það á að telja ofan í okkur armbeygjur... ég held það svei mér þá að ég geti ekki EINA á tánum... vonandi megum við vera á hnjánum... hahahha sjáumst...
kærleikskveðja frá mér til ykkar...
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)