Föstudagur, 6. maí 2011
UNBELIEVABLE...
Dásamlegu dagur að kveldi kominn...
Nú er vika liðin síðan ég köttaði út sykur (allan sykur) og hveiti (allt hveiti... hef ekki borðað neitt sem inniheldur þetta tvennt) og mér líður svo vel. Ég er einbeitt og orkumikil. Ég veit ekki hvort ég eigi að láta það flakka hérna því að ég á svo erfitt með að trúa þessu... EEEEN ég held að ég geri það bara samt. Ég er búin að vera mjög dugleg að brenna í ræktinni þessa viku ásamt því að breyta mataræðinu og ég steig á viktina í ræktinni (sömu vikt og fyrir viku síðan) og þá var ég 65,5 kíló en núna áðan var ég 64.1 !!!!! Getur þetta verið???
Eða er líkaminn minn bara að vera góður við mig og gefa mér svona pepp inn í þetta ferðalag...?
Eða er hann svona gríðarlega ánægður að vera laus við þessi eiturefni sem hveiti og sykur eru fyrir hann...?
Eða hvað er í gangi? Ég er allavegana ánægð, svo að ég held ótrauð áfram...
Það besta er að ég hef ekki fundið til hungurs alla vikuna, ég er búin að vera rosalega dugleg að borða en ég er líka búin að borða mjööög hollt... hahahha ég viður kenni að matseðillinn er búinn að vera pínu hugmyndasnauður... en samt...
Ætla að gefa ykkur hugmyndir (af hugmyndasnauða matseðlinum mínum) ef þið viljið tékka á þessu...
Þetta er kvöldmatarlistinn... (ég hlakka til að byrja á að prufa uppskriftirnar í bókinni, hef ekki haft tíma til að kaupa inn fyrir það... er í prófum)
Mánudagur:
Salatbar (ekkert pasta) fékk mér kjúkling, egg, túnfisk, kjúklingabaunir og fuuuullt af grænmeti)
Þriðjudagur:
Fiskur... ógó góður... lax, lúða og rækjur allt hvítlaukslegið ásamt oreganó, lauk, klettasallati, spínat, graskersfræum og papriku, sett í ofn í 20 mín... grænmeti með...
MIðvikudagur:
Fiskur ala pabbi... hann veiddi hann sjálfur og eldaði hann upp úr salti, pipar og eggi... vááá besti fiskur sem ég hef smakkað... (engar kartöflur með) en fullt af grænmeti
Fimmtudagur:
Aftur fiskur ala pabbi (hann átti flök sem hann gerði ekki kvöldið áður og bauð mér með) ohh svo gott...
Föstudagur:
Ætlum að gera eitthvað gómsætt með kjúklingabringum :) hlakka til
Undirstaðan í salati sem ég er búin að vera að narta í í tíma og ótíma... Grænt gras, klettasalat, konfekttómatar, paprika (allskonar á litin), púrrulaukur, vínber, vatnsmelóna og graskersfræ... þetta er betra en nammi!
Svo hef ég verið að fá mér gómsæta sjeika á morgnanna...
Við fengum vítamínpakka og er hann á afslætti niður í Maður Lifandi ef þú kaupir bókina og ég mæli svo eindragið með því... drífðu þig... :) Þessi vítamínpakki (ásamt grænmetinu) er búinn að hafa þær verkanir hjá mér að ég pissa endalaust mikið, og það er gott...... mikil hreinsun í gangi :)
Og ég drekk ekkert annað en vatn...
Þetta er held ég orðið gott í dag! Tékkið á þessu og farið í sund í svona góðu veðri :D
Lífið er BARA gott!
Kær orkukveðja,
Ágústa Ósk
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. maí 2011
jæja.. slappa af því að enn er bara andlitsmynd... fjúff...
Jæja....
Þá er það orðið opinbert :)
Hlakka til...
Dagurinn er búinn að ganga ágætlega. Einbeitingin í próflestri reyndar út og suður, en ég ætla að ná að einbeita mér núna, því myndin af mér í bikiníi er ekki komin inn enn... Ætla að njóta þess :)
Heyrumst fljótt...
Mjög spennt yfir átakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. maí 2011
Ég er byrjuð....
Halló halló...
Hvernig á maður að byrja svona blogg? Sérstaklega þar sem ég er ekkert sérstakur aðdáandi t.d. facebook statusa sem fólk er að tala um hvað það er duglegt í ræktinni og hvað það láti ofan í sig. EN ÞETTA Á EINMITT AÐ VERA NOKKURSKONAR ÞANNIG... úff... alltaf fær maður það í hausinn sem maður er að dæma aðra með... Lexía nr 1. HÆTTA AÐ DÆMA :)
Ég er sem sagt ein af þeim 5 konum sem voru valdar af 600 konum til að taka þátt í átaki sem heitir ,,viltu yngjast um 10 ár á 10 vikum" og tek ég þessari áskorun með gleði í hjarta og tilhlökkun í huga.
Ég hef verið að grotna undan sjálfri mér (og nú kem ég bráðum að lexíu nr. 2, bíðið spennt ;) ) upp á síðkastið því að undanfarið ár hef ég bætt töluverðu á mig og mér finnst ég bara ekki eins sexý og flott og ég var ooog fílaðaekki! Fyrir um mánuði síðan byrjaði ég að hugsa það með fullri alvöru í huga að gera eitthvað í málunum en ég vissi ekki hvernig ég ætti að byrja. Svo var mér bennt á þessa auglýsingu á mbl (af elskunni minni sem var augljóslega orðinn þreyttur á vælinu í henni mér) og ég sótti um. Mér fannst þetta vera svarið fyrir MIG. Ég var þess fullviss að ég gæti eins og hver önnur orðið fyrir valinu...... og þarna kemur Lexía nr. 2 ÞAÐ SEM VIÐ TRÚUM, MUN GERAST!
Ég fékk að vita það að ég þyrfti að láta taka fyrir og eftirmynd af mér á bikiníi og váá hvað það hefur valdið mér miklu hugarangri EN HEY... ég ÆTLA að vera orðin svo flott þegar eftirmyndirnar verða tekna svo fxxx it... Þær munu koma á morgun............... úff!
Jæja, nú er ég búin að opna átaksbloggið mitt og hér ætla ég að láta flakka það sem er að gerast hjá mér, bæði líkamlega og í hausnum, því breytt mataræði hefur líka áhrif á hugsanir og jákvæðni... Þegar ég finn eitthvað sem ég fíla vil ég tala út fagnaðarerindið við alla og ef þetta er fagnaðarerindi fyrir konur og menn að tileinka sér það sem stendur í bókinni ,,viltu verða 10 árum yngir á 10 vikum" og fá útúr því betri lífsstíl, þá mun ég ekki láta mitt eftir liggja að tjá mig um það. En ég læt ykkur vita :) So stay tuned !
Bless í bili,
Ágústa Ósk
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)